Microsoft Teams

Láttu ekkert stoppa teymi þitt í að vinna saman á öruggan og snjallan hátt. Microsoft Teams er hluti af Microsoft 365 og heldur utan um öll verkefni á einum stað. Frábær samvinna, hvaðan sem er.

Spjöllum saman
hittumst í netheimum

Teymisvinna á hærra stig

Smáforrit í snjalltæki
Hægt er að sækja Microsoft Teams í iOS, Android og Windows Phone snjallsíma og snjalltæki. Þar er auðvelt að skoða miðlægar upplýsingar fyrir öll teymin og hringja mynd- eða hljóðsímtöl.
Auðveldar samþættingar
Teams er hluti af Microsoft 365 svítunni og spilar því vel með öllum helstu forritunum eins og Word, Excel, PowerPoint, OneNote og fleirum – allt í einu og sama viðmótinu.
Innleiðing og kennsla
Advania er stoltur samstarfsaðili Microsoft á Íslandi og við bjóðum aðstoð við innleiðingu og kennslu á Microsoft Teams.

Öflug samvinna

Microsoft Teams er öflugt samvinnu- og samskiptatól sem hjálpar við skipulag hópa og verkefna. Teams heldur utan um fundarboð, dagatöl, skjölun, samtöl og margt fleira. Með Teams fæst yfirsýn yfir verkefni og auðveldar samskipti við samstarfsfólk hvar og hvenær sem er.

Vegna samþættingar Teams og Office 365-lausna er hægt að nálgast öll helstu forrit án þess að skipta um viðmót. Með þessum hætti og áframhaldandi þróun fjölbreyttra lausna leitast Microsoft við að fækka birgjum og forritum sem notendur þurfa að hafa opin hverju sinni. Hægt er að hringja í aðra Teams-notendur í gegnum öflugt mynd- og hljóðsímatalakerfi þess.

Spjöllum saman

Símkerfið í Teams

Í gegnum Teams er hægt að hringja hljóð- eða myndsímtöl í aðra Teams-notendur, óháð tæki. Einnig er hægt að hringja talsímtöl í öll íslensk eða erlend símanúmer, óháð því hvort viðtakandinn sé Teams-notandi eða ekki. Ásamt því að vera einföld og ódýr lausn þá er símkerfið þægileg viðbót við daglegt vinnuumhverfi Teams-notandans.

Fyrir fjarfundi

Fjarfundir eru hinn nýji raunveruleiki í námi og vinnu. Teams er sérhannað til að veita bestu mögulegu upplifunin af fjarfundum. Þá skiptir ekki máli hvort tveir eða tvö hundruð ætla að hittast.

Góð yfirsýn yfir verkefni

Vegna framúrskarandi samþættingar Microsoft og annarra hugbúnaðarframleiðanda, er fjölbreytt úrval forrita frá þriðja aðila aðgengilegt í Teams-viðmóti. Þannig má nálgast öll forrit og lausnir fyrir þína daglegu vinnu, á einum stað. Með Tasks by Planner og To Do fæst frábær yfirsýn yfir stöðu þinna verkefna og annarra í teyminu. Verkefnastjórnunartólið stuðlar að gagnsæi og skilvirkni allra sem vinna saman. Hægt er að eyrnamerkja einstaka notanda á ákveðna verkþætti, flokka eftir mikilvægi og setja tímamörk á verkefni.

Fréttir af Microsoft

Það er áhugavert að velta því upp hve margt eigi eftir að breytast í heiminum þegar fólki hefur verið rétt einföld tól til að smíða lausnir sem auðveldar dagleg störf þeirra
Nú á tímum þar sem mikið er talað um stafræna umbreytingu og sjálfvirkni er tilvalið að benda á Power Apps og Microsoft Power Platform sem áhugaverðan valkost í slíkum verkefnum. Sífellt fleiri eru nú að færa starfsemi sína í Microsoft 365 skýið og hafa þar af leiðandi aðgang að þessum lausnum.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.